Skýrslan Fólk og fyrirtæki. Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni.
Mars 2003
Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni.
Út er komin skýrslan Búseta og starfsskilyrði á landsbyggðinni, sem gefin er út af iðnaðarráðuneyti, Byggðarannsóknastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Í þingsályktun um stefnu hins opinbera í byggðamálum fyrir árin 2002-2005 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2002 var lögð áhersla á að draga úr mismun á lífskjörum og afkomumöguleikum fólks milli byggðarlaga í landinu og skapa íbúum á landsbyggðinni sem hagstæðust búsetuskilyrði. Skýrslan er unnin á grundvelli þessarar þingsályktunar og sameinar bæði aðferðir félagsvísinda og hagfræði til að greina núverandi stöðu byggðamála á Íslandi.
Skýrslan Fólk og fyrirtæki. Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni. (pdf-1.6MB)