Lög um réttindi sjúklinga: Upplýsingarit fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu
Lög um réttindi sjúklinga er upplýsingarit um lög nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, en ritið er ætlað starfsfóki heilbrigðisþjónustunnar. Tilgangur með útgáfu ritsins er að vekja starfsfólkið til umhugsunar um réttindi sjúklinga og hvernig lögin tengjast daglegum störfum á heilbrigðisstofnunum. Í ritinu er hver lagagrein birt ásamt frekari útskýringum og vísað í ítarefni eftir því sem tök eru á, sem tengist efni hverrar lagagreinar.
- Lög um réttindi sjúklinga: Upplýsingarit fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, júní 2003.