Viðhorfskönnun vegna rjúpnaveiðibanns
Umhverfisráðuneytið fékk Gallup IMG til þess nýlega að gera viðhorfsrannsókn vegna þriggja ára rjúpnaveiðibanns sem umhverfisráðherra hefur ákveðið að koma á vegna lélegs ástands stofnsins. Í könnuninni kemur í fram að 58,7% svarenda eru sammála þessari ákvörðun, þarf af 37,8% mjög sammála og 20,9% frekar sammála en 31,3% svarenda eru ósamála ákvörðuninni, 12,4% af þeim voru frekar ósammála og 18,9% voru mjög ósamála ákvörðuninni. Til fróðleiks er könnunin í heild aðgengileg hér með leyfi Gallup IMG. Nánar... |