Hoppa yfir valmynd
31. október 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla um undanþágu elli- og örorkulífeyrisþega frá fasteignaskatti

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu um niðurstöður könnunar sem það stóð fyrir á vormánuðum um beitingu sveitarfélaga á heimildarákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, en ákvæðið heimilar sveitarfélögum að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt eða niðurfellingu á greiðslu fasteignaskatts. Í skýrslunni er leitast við að veita yfirsýn yfir beitingu sveitarfélaga á umræddu ákvæði, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur kosið að nýta sér heimild þess.


Samhliða gerð skýrslunnar og með hliðsjón af úrskurðum ráðuneytisins varðandi beitingu sveitarfélaga á 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, taldi ráðuneytið jafnframt nauðsynlegt að draga saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um skýringu og beitingu ákvæðisins.

Skýrslan og leiðbeiningar ráðuneytisins hafa nú verið sendar öllum sveitarfélögum á landinu.


Skjal fyrir Acrobat ReaderBeiting sveitarfélaga á heimild til að veita niðurfellingu/afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega (300 KB)

Skjal fyrir Acrobat ReaderLeiðbeiningar til sveitarfélaga (240 KB)

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta