Skýrsla um undanþágu elli- og örorkulífeyrisþega frá fasteignaskatti
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu um niðurstöður könnunar sem það stóð fyrir á vormánuðum um beitingu sveitarfélaga á heimildarákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, en ákvæðið heimilar sveitarfélögum að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt eða niðurfellingu á greiðslu fasteignaskatts. Í skýrslunni er leitast við að veita yfirsýn yfir beitingu sveitarfélaga á umræddu ákvæði, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur kosið að nýta sér heimild þess.
Samhliða gerð skýrslunnar og með hliðsjón af úrskurðum ráðuneytisins varðandi beitingu sveitarfélaga á 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, taldi ráðuneytið jafnframt nauðsynlegt að draga saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um skýringu og beitingu ákvæðisins.
Skýrslan og leiðbeiningar ráðuneytisins hafa nú verið sendar öllum sveitarfélögum á landinu.
Beiting sveitarfélaga á heimild til að veita niðurfellingu/afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega (300 KB)
Leiðbeiningar til sveitarfélaga (240 KB)