Innkaupastefna umhverfisráðuneytisns
Fram kemur í innkaupastefnunni að gert er ráð fyrir að ráðuneytið og stofnanir þess setji sér markmið og sýni fram á sparnað á næstu fjórum árum sem árangur af innkaupastefnunni.
Einnig er gert ráð fyrir að stofnanir ráðuneytisins taki upp Innkaupakort ríkisins á næsta ári. Umhverfisráðuneytið hefur þegar gert það og nú þegar er hluti rekstrar ráðuneytisins greiddur með Innkaupakorti ríkisins.