Netútgáfur um húsnæðismál
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út á netinu skýrslu samráðsnefndar um húsaleigubætur 2002 og fréttabréf um húsaleigubætur.
Fréttabréf um húsaleigubætur
Á vegum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er hafin útgáfa á sérstöku fréttabréfi er fjallar um húsaleigubætur. Stefnt er að útgáfu fréttabréfsins fjórum sinnum á ári eða við lok hvers ársfjórðungs. Eingöngu verður um útgáfu á netinu að ræða.
Skýrsla samráðsnefndar um húsaleigubætur 2002
Út er komin skýrsla Samráðsnefndar um húsaleigubætur fyrir árið 2002. Skýrslan er einungis gefin út á netinu og er unnt að nálgast hana á heimasíðu ráðuneytisins. Einnig er hægt að hafa samband við ráðuneytið með tölvupósti ([email protected]) eða í síma 545 8100 og fá hana senda bréfleiðis.