Skýrsla samstarfsráðherra 2003
Árleg skýrsla Sivjar Friðleifsdóttur samstarfsráðherra um norrænt samstarf er komin út.
Siv Friðleifsdóttir samstarfsráðherra mun leggja hana fyrir Alþingi í byrjun mars. Í ársskýrslunni greina öll ráðuneyti frá störfum sínum á norrænum vettvangi, helstu forgangsverkefnum og því sem er í undirbúningi. Þá má í skýrslunni fræðast um störf norrænna stofnana hér á landi. Svíar leiddu norrænt samstarf á liðnu ári. Aðlögun innan og á milli norrænu ríkjanna, samþætting og samræmi voru lykilorð í formennskuáætlun þeirra.