Heilbrigðisáætlun til ársins 2010
Á tímabilinu 1996-2000 starfaði nefnd, skipuð af heilbrigðisráðherra, að endurskoðun heilbrigðisáætlunar sem hafði verið í gildi frá árinu 1991. Við endurskoðunina var annars vegar tekið mið af stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilbrigði allra og heilbrigðisáætlunum annarra ríkja og hins vegar stefnumótun og úttektum á fjölmörgum þáttum heilbrigðismála hér á landi.
Fyrstu drög að heilbrigðisáætlun til 2010 voru lögð fram á heilbrigðisþingi í mars 1999. Eftir það þing fengu stjórnendur heilbrigðisstofnana, fagstéttir, hagsmunahópar og fleiri drögin til umsagnar. Athugasemdir þeirra og ýmislegt annað, sem fram kom á heilbrigðisþinginu, var síðan lagt til grundvallar heilbrigðisáætluninni.