Hoppa yfir valmynd
19. maí 2004 Matvælaráðuneytið

Hafið - Samræmd stefnumörkun um málefni hafsins

Hafið - Stefna íslenskra stjórnvalda
Hafið

Umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra kynntu samræmda stefnumörkun um málefni hafsins á fréttamannafundi þann 7. maí 2004. Stefnumörkunin var samþykkt á ríkisstjórnarfundi þann 25. apríl 2003 að tillögu umhverfis- sjávarútvegs- og utanríkisráðherra. Stefnumörkunin var unnin af samráðsnefnd ráðuneytanna þriggja og grundvallast á því að viðhaldið sé heilbrigði hafsins, líffræðilegum fjölbreytileika og framleiðni í hafinu, þannig að sjálfbær nýting auðlinda hafsins geti áfram verið einn af þeim mikilvægu þáttum er tryggja góða lífsafkomu og velferð Íslendinga. Í stefnumörkuninni er lögð áhersla á að virk þátttaka og frumkvæði Íslands á alþjóðavettvangi sé grundvöllur þess að vinna sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar fylgi og þar með sjónarmiðum Íslands er kemur að málefnum hafsins. Við vinnu og mótun heildarstefnu í málefnum hafsins var leitast við að draga saman á einn stað fyrirliggjandi stefnumörkun, skuldbindingar og áherslur. Jafnframt eru lagðar nýjar áherslur og gerðar tillögur um leiðir að markmiðum. Stefnumörkunin er í senn stefna og upplýsinga- og fræðslurit fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar og almenning, innanlands sem utan, um stefnu Íslands í málefnum hafsins.

Hafið - stefna íslenskra stjórnvalda (PDF 649kb)

 Hafið - Viðaukar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta