Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Flutningur verkefna á sviði heilbrigðisþjónustu frá ríki til sveitarfélaga

Í október 2003 skipaði Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, nefnd um flutning á verkefnum á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga. Var nefndinni falið að kanna hvaða verkefni á sviði heilbrigðisþjónustu og þjónustu við aldraða sé mögulegt og æskilegt að flytja frá ríki til sveitarfélaga. Átti nefndin m.a. að kanna hvort flytja eigi heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir, aðrar en Landspítala – háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, til sveitarfélaga. Við mat á því hvort flytja eigi þessa þjónustu að hluta til eða öllu leyti bar nefndinni að líta til þjóðhagslegrar hagkvæmni, gæða þjónustunnar og áhrifa á stöðu og réttindi starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni. Loks fékk nefndin það verkefni að kanna hvernig standa mætti að flutningi verkefna og leggja mat á hvort slíkt yrði gert með breytingu á lögum eða reglugerðuna og/eða þjónustusamningum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum