Hoppa yfir valmynd
9. desember 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefnd um leigumarkað

Í júlí 2003 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að yfirfara stöðu leigumarkaðar og gera tillögur um aukið framboð leiguíbúða. Viðfangsefni nefndarinnar er hluti af heildarstefnumörkun félagsmálaráðherra í húsnæðismálum. Samhliða áherslu á aukna möguleika til fjármögnunar íbúðarkaupa er lögð áhersla á að efla og styrkja leigumarkaðinn. Nefndin skilaði af sér með skilagreininni „Meginniðurstöður og tillögur nefndar“, dags. 5. nóv. 2004, þar sem fram kom m.a. yfirlit yfir þær úttektir á leigumarkaðnum sem nefndin lét gera, helstu atriði er snúa að þróun leigumarkaðarins síðustu ár og tillögur nefndarinnar um hvernig efla megi leigumarkaðinn. Niðurstöður og tillögur eru til úrvinnslu í félagsmálaráðuneytinu.

Sjá skilagrein:

Skjal fyrir Acrobat ReaderMeginniðurstöður og tillögur nefndar (200 KB)

Nefndin lét útbúa sjálfstæða skýrslu „Íslenskur húsaleigumarkaður – Staða og horfur“, en þar er fjallað nánar um ýmis atriði leigumarkaðarins. Í greinargerðinni kemur m.a. fram úttekt ráðuneytisins á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá félagasamtökum og sveitarfélögum. Auk þess yfirlit Íbúðalánasjóðs yfir lánveitingar vegna sérstaks átaks í byggingu leiguíbúða.

Sjá skýrslu:

Skjal fyrir Acrobat ReaderÍslenskur húsaleigumarkaður – Staða og horfur (700 KB)

Nefndin fól IMG Gallup að gera könnun á íslenskum leigumarkaði í árslok 2003. Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir.

Sjá könnun:

Skjal fyrir Acrobat ReaderKönnun IMG Gallup á leigumarkaðinum (400 KB)

Nefndin fól einnig Magnúsi Árna Skúlasyni, forstöðumanni Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, að bera saman kosti þess og galla að leigja eða eiga íbúðarhúsnæði.

Sjá úttekt:

Skjal fyrir Acrobat ReaderAð leigja eða eiga - Það er efinn (1,3 MB)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta