Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tillögur um samþættingu þjónustu við börn með geðraskanir

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur um skeið haft til umfjöllunar tillögur verkefnisstjóra um samþættingu þjónustu við börn með geðraskanir sem skilaði ráðherra skýrslu sinni í haust.

Í október 2003 tilkynnti Jón Kristjánsson, ráðherra um þá ákvörðun sína að ráða verkefnissstjóra til heilbrigðisráðuneytisins sem fengi það hlutverk að gera tillögur um samþættingu þjónustu og meðferðarúrræða á þessu sviði. Yrði vinna hans jafnframt liður í vinnu að stefnumótun fyrir málaflokkinn. Kristján Már Magnússon, sálfræðingur, var ráðinn til þessa verkefnis. Hann tók til starfa í febrúar 2004 og skilaði ráðherra skýrslu með úttekt sinni og tillögum í lok ágúst.

Að undanförnu hafa tillögur verkefnisstjórans verið til skoðunar hjá aðstoðarmönnum ráðherra þeirra ráðuneyta sem helst koma að málaflokknum, það eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið. Unnið er að því að taka mótaða afstöðu til þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni og leggja mat á upplýsingar sem þar koma fram, en í skýrslunni er gefið glöggt yfirlit yfir tiltæk meðferðarúrræði, á hverra vegum þjónusta er veitt, rætt um helstu brotalamir og loks lagðar fram tillögur til úrbóta.

Kristján Már Magnússon kynnti tillögur sínar á ráðstefnunni ,,Hegðunarvandi og geðraskanir barna og unglinga - Forvarnir, meðferð og samþætting þjónustu” sem haldin var í Reykjavík 3. – 4. febrúar og var það í fyrsta sinn sem tillögurnar voru kynntar opinberlega. Skýrsla Kristjáns Más fylgir hér með.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta