Sjúkraflutningaskólinn: Yfirlit yfir starfsemina árið 2004
Markmið Sjúkraflutningaskólans er að mennta einstaklinga til starfa sem sjúkraflutningamenn auk þess að hafa umsjón með framhalds- og símenntun fyrir sjúkraflutningamenn og aðra þá er tengjast sjúkraflutningum. Við skólann starfar skólastjóri í 70% starfi, læknisfræðilegur forsvarsmaður m.t.t. menntunar í hlutastafi auk fjölda leiðbeinenda (verktakar) sem eru m.a. sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar.