Hoppa yfir valmynd
21. mars 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tillögur tekjustofnanefndar og skýrsla um undanþágur frá fasteignaskatti

Tekjustofnanefnd skilaði hinn 17. mars sl. til félagsmálaráðherra tillögum um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga. Samkvæmt útreikningum sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins fela tillögur nefndarinnar í sér varanlega tekjuaukningu fyrir sveitarfélögin sem nemur rúmlega 1,5 milljörðum króna á ári en á árunum 2005-2008 er gert ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif tillagnanna og annarra breytinga á tekjustofnum sveitarfélaga sem gerð er grein fyrir í tillögum nefndarinnar nemi um 9,5 milljörðum króna.

Hér má sjá tillögurnar í heild og einnig skýrslu nefndar um fækkun undanþága frá fasteignaskatti. Rétt er að taka það fram að skýrslan var unnin á árinu 2001 og frá þeim tíma hafa orðið ýmsar breytingar á undanþáguákvæðum sem fjallað er um í skýrslunni. Sérstaklega á þetta við um undanþáguákvæði vegna orkufyrirtækja. Hafa ber þennan fyrirvara í huga varðandi útreikninga og aðrar forsendur fyrir tillögum nefndarinnar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkilabréf og tillögur tekjustofnanefndar (PDF, 100 KB)

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (PDF, 500 KB)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta