Þjónusta fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi
Skýrsla heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi. Lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.
Vorið 2002 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Einar K. Guðfinnsson og meðflutningsmenn voru Ásta Möller, Hjálmar Árnason, Þuríður Backman og Guðrún Ögmundsdóttir. Tillagan var samþykkt óbreytt af þinginu. Í kjölfar þessa fól ríkisstjórnin heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að undirbúa mótun slíkrar stefnu og í því skyni var skipaður starfshópur haustið 2002 sem vann skýrsluna sem hér er lögð fyrir Alþingi.