Fjölgun öryrkja á Íslandi - orsakir og afleiðingar
Sökum þess hve stór hluti tryggingamarkaðar og heilsugæslu er á ábyrgð hins opinbera hefur hátt hlutfall örorkubótaþega bein og ráðandi áhrif á umfang ríkisfjármála. Að sama skapi má ætla að vaxandi útgjöld til málaflokksins hafi áhrif á fjárhagslega velferð og tekjudreifingu þeirra heimila í landinu sem standa straum af þeim kostnaði sem til fellur við greiðslu bóta úr tryggingakerfinu.
Nútímaleg stefna í örorkumálum byggist á þremur meginmarkmiðum: að tryggja fjárhagslega framfærslu, stuðla að endurhæfingu og efla forvarnarstarf. Iðnvæddu ríkin leggja mjög mismunandi áherslu á markmiðin en almennt hefur örorkustefna hvers lands leitað í svipaða átt og orðið æ líkari því sem gerist annars staðar, jafnframt því sem fjárhagslegur stuðningur hefur minnkað frá því sem áður var.
- Fjölgun öryrkja á Íslandi - orsakir og afleiðingar
Tryggvi Þór Herbertsson