Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fjölgun öryrkja á Íslandi - orsakir og afleiðingar

Sökum þess hve stór hluti tryggingamarkaðar og heilsugæslu er á ábyrgð hins opinbera hefur hátt hlutfall örorkubótaþega bein og ráðandi áhrif á umfang ríkisfjármála. Að sama skapi má ætla að vaxandi útgjöld til málaflokksins hafi áhrif á fjárhagslega velferð og tekjudreifingu þeirra heimila í landinu sem standa straum af þeim kostnaði sem til fellur við greiðslu bóta úr tryggingakerfinu.

Nútímaleg stefna í örorkumálum byggist á þremur meginmarkmiðum: að tryggja fjárhagslega framfærslu, stuðla að endurhæfingu og efla forvarnarstarf. Iðnvæddu ríkin leggja mjög mismunandi áherslu á markmiðin en almennt hefur örorkustefna hvers lands leitað í svipaða átt og orðið æ líkari því sem gerist annars staðar, jafnframt því sem fjárhagslegur stuðningur hefur minnkað frá því sem áður var.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta