Nefndarálit um þróun flutninga innanlands
Samgönguráðuneytið skipaði nefnd til að móta framtíðarstefnu stjórnvalda varðandi strandflutninga í nóvember 2004. Nefndin er skipuð þeim Ólafi Sveinssyni, sem er formaður, Sigurði Guðmundssyni, fjármálaráðuneyti, og Huga Ólafssyni, umhverfisráðuneyti. Björn Ágúst Björnsson, samgönguráðuneyti, er starfsmaður nefndarinnar.
Vöruflutningar á landi hafa aukist, ekki einungis af völdum þess að strandsiglingar hafa lagst af heldur einnig vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og breyttum aðstæðum, t.d. í sjávarútvegi.
Aukin umferð vöruflutningabíla hefur í för með margháttaðar breytingar og hefur meðal annars áhrif á:
a. Uppbyggingu vegakerfisins.
b. Umferðaröryggi
c. Losun gróðurhúsalofttegunda
d. Fjárfestingar og notkun hafna
e. Flutningastarfsemina í landinu
Nefndin leitaðist við að meta áhrifin út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja auk þess sem leitað var álits um ákveðin atriði hjá fulltrúm Samtaka verslunar og þjónustu, Landverndar, Hafnasambands sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, fyrirtækja í sjávarútvegi og fleiri.