Ísland er í 4. sæti í breiðbandsvæðingu
Í nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) kemur fram að Ísland er í 4. sæti í útbreiðslu breiðbands.
Mest er breiðbandsvæðingin í Suður-Kóreu þar sem 24,9% landsmanna eru áskrifendur að slíkri þjónustu. Á eftir Suður-Kóreu koma Holland og Danmörk með um 19% og þá Ísland með 18,3%.
Í 27 af 30 ríkjum OECD er DSL útbreiddasta breiðbandsþjónustan, en hlutfall þeirrar þjónustu er hæst á Íslandi eða 17,4%.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið OECD fá tölfræðiupplýsingar um Ísland og byggir skýrslan að hluta til á þeim.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.pfs.is