Skýrsla starfshóps um minnkun skriffinnsku
Markmiðið var að greina hvort og þá hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar stjórnsýslulegar byrðar á fólk og fyrirtæki sem leita þurfa til ráðuneytisins eða stofnana þess í störfum sínum eða lífi yfirleitt. Þá hefur sjónum verið beint að því hvernig lögin samrýmist stjórnsýslulögum og farið yfir helstu gjaldskrár sem gilda á sviðinu. Starfið hefur gengið undir nafninu skriffinnskuverkefnið. Skýrsla þessi hefur að geyma tillögur starfshópsins til ráðherra.