Hoppa yfir valmynd
2. september 2005 Dómsmálaráðuneytið

Álitsgerð refsiréttarnefndar um heimilisofbeldi

Með bréfi dómsmálaráðherra, dags. 18. nóvember 2004, fór ráðherra þess á leit við refsiréttarnefnd að nefndin gæfi álit á þeim sjónarmiðum sem fram hefðu komið um hvort setja bæri í almenn hegningarlög nr. 19/1940 refsiákvæði þar sem heimilis­ofbeldi yrði lýst sem sérstökum refsinæmum verknaði eða hvort áfram skyldi stuðst við hin almennu líkamsmeiðingarákvæði 217. og 218. gr. laganna. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að telji nefndin ástæðu til að lýsa sjónarmiðum um önnur atriði þessa máls væri óskað eftir því að þau yrðu kynnt.

Refsiréttarnefnd hefur fjallað um framangreint erindi á fundum sínum. Að beiðni for­manns refsiréttarnefndar, og í samráði við skrifstofustjóra lagaskrifstofu dómsmála­ráðuneytis, las Ragnheiður Bragadóttir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands álits­gerða þessa í drögum og setti fram ábendingar og athugasemdir.

 

Niðurstöður refsiréttarnefndar, sem nánar verða rökstuddar í köflum I-IV, eru eftir­farandi: 

  1. Að lögfest verði ný málsgrein í 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, er verði 3. mgr., þar sem verði að finna svohljóðandi refsiþyngingar­ástæðu þegar náin tengsl geranda og brotaþola þykja hafa aukið á gróf­leika verknaðar:
    • Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni, sem er nákominn geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðar, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni. 
  2. Að gerðar verði breytingar á orðalagi 191. gr. almennra hegningar­laga þannig að ákveðið verði gert skýrara m.a. í ljósi 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar.

 

Álitsgerð refsiréttarnefndar um heimilisofbeldi. (pdf-skjal)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta