Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2005 Forsætisráðuneytið

Ritgerð um úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni

Mynd: Úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni
Mynd: Úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni

Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina Úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni eftir Friðgeir Björnsson héraðsdómara. Í bókinni er fjallað um réttarstöðu og valdheimildir úrskurðarnefnda en höfundi telst til að þær séu nú 58 talsins á Íslandi. Sú elsta, yfirskattanefnd, var stofnuð fyrir 73 árum en sú yngsta, Áfrýjunarnefnd neytendamála, var stofnuð fyrr á þessu ári.

Höfundur ber saman mismunandi úrskurðarnefndir og veltir fyrir sér kostum og göllum þess að setja slíkar nefndir á fót. Þá kemur fram hverjir sitja í nefndunum og hversu mörg mál þær fá til úrlausnar á ári hverju.

Bókin er mikill fengur fyrir alla áhugamenn um íslenska stjórnsýslu. Bókin, sem er 168 bls., er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf og hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir kápuna.

Þeir sem hafa áhuga á að fá sent eintak af bókinni geta snúið sér til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu, 150 Reykjavík, netfang: [email protected].

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta