Hoppa yfir valmynd
12. desember 2005

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2005?

Mynd: Forsíða skýrslu - Hvað er spunnið í opinbera vefi?
Mynd: Forsíða skýrslu - Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Gerð hefur verið úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga en þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir í skýrslu sem ber heitið Hvað er spunnið í opinbera vefi? Megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.

Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra þágu.

Rafræn þjónusta - Efstu sex stofnanir

Einungis sex stofnanir bjóða upp á rafræna málsmeðferð. Er þá átt við að notandi geti sinnt erindum sínum við stofnunina og fylgst með framgangi þeirra án þess að þurfa að taka upp síma eða sækja stofnunina heim.

  • Ríkisskattstjóri
  • Tollstjórinn í Reykjavík
  • Garðabær
  • Reykjavíkurborg
  • Háskóli Íslands
  • Kennaraháskóli Íslands

Innihald, nytsemi og aðgengi - Efstu tíu stofnanir

Taflan hér fyrir neðan sýnir hvaða vefir fengu hæstan stigafjölda hvað varðar innihald, nytsemi og aðgengi. Innihald var metið út frá gátlista um grunnupplýsingar sem ættu að vera á vefnum, nytsemi var metin út frá atriðum sem talin eru gera vefinn notendavænan og aðgengi var metið út frá þörfum fatlaðra.

Nr. Innihald Nytsemi Aðgengi
1 Reykjavíkurborg Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Reykjanesbær
2 Akraneskaupstaður Landbúnaðarráðuneyti Blindrabókasafn Íslands
3 Samband íslenskra sveitarfélaga Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Fjölbrautarskóli Snæfellinga
4 Reykjanesbær Geislavarnir ríkisins Geislavarnir ríkisins
5 Háskóli Íslands Iðnaðarráðuneytið Ferðamálaráð
6 Ríkiskaup Akraneskaupstaður Eyjafjarðarsveit
7 Biskupsstofa Sjávarútvegsráðuneyti Félagsmálaráðuneyti
8 Akureyrarkaupstaður Háskóli Íslands Akureyrarkaupstaður
9 Garðabær Garðabær Þróunarsamvinnustofnun Íslands
10 Ríkislögreglustjóri Landmælingar Íslands Námsgagnastofnun

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta