Hoppa yfir valmynd
19. desember 2005 Innviðaráðuneytið

Skýrslur rannsóknarnefndar sjóslysa

Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur gefið út skýrslur nefndarinnar fyrir árin 2002 og 2003

Rannsóknarnefndar sjóslysa (RNS) er sjálfstætt starfandi nefnd og óháð stjórnvöldum, öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Skýrslur nefndarinnar og önnur gögn sem nefndinni berast er óheimilt að nota sem sönnunargagn í opinberum málum.

Skýrslur nefnarinnar fyrir árin 2002 og 2003 má nálgast hér.
Skýrsla RNS árið 2002 (PDF-2,8MB)
Skýrsla RNS árið 2003 (PDF-4,3MB)

Nefndin leggur áherslu á að þeir sem verða þess áskynja að slys hafi orðið tilkynni það til RNS. Á þetta við um öll slys, stór og smá sem verða til sjós, á vötnum og við köfun. Hægt er að hafa samband við nefndarmenn RNS allan sólarhringinn, þá má tilkynna slys í gegnum heimasíðu nefndarinnar www.rns.is

Nefndin stefnir að því að skýrslur fyrir árin 2004 og 2005 verði gefnar út um mitt ár 2006. Þá stefnir rannsóknarnefndin að árlegri útgáfu skýrslna frá árinu 2007.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta