Álitsgerðir ágreiningsmálanefndar 2002 -2003
Hér er birt skýrsla nefndar um ágreiningsmál samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með útdráttum úr álitsgerðum nefndarinnar á árunum 2002 og 2003.
Um skipan nefndarinnar og starfssvið vísast til fyrstu skýrslu hennar sem út kom í hefti – Rit 1 – 1999 – á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og birt er á vefsíðu ráðuneytisins, en nefndarmenn eru þeir sömu og þá svo og ritari nefndarinnar Feldís Lilja Óskarsdóttir lögfræðingur. Önnur skýrsla nefndarinnar kom út á árinu 2001 og sú þriðja á árinu 2004 og eru þær einnig birtar á vefsíðu ráðuneytisins.
- Álitsgerðir ágreiningsmálanefndar 2002 -2003: Ágreiningsmál sem rísa vegna samskipta almennings og heilbrigðisþjónustunnar. Ágreiningsmálanefnd. 2006.