Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál lögð fram á Alþingi

Miklar umræður fóru fram á Alþingi í gær um skýrslu félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál. Er þetta í fyrsta skipti sem slík skýrsla er lögð fram um sveitarstjórnarmál á Alþingi. Skýrsla ráðherra er aðgengileg hér á vef ráðuneytisins.

Markmið skýrslunnar er að efla umræðu um stöðu og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Tilgangurinn er ekki að veita tæmandi upplýsingar um öll viðfangsefni sveitarfélaga, enda er slíkt tæpast gerlegt. Í skýrslunni eru upplýsingar um helstu þætti sem máli skipta í laga- og starfsumhverfi sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna, svo sem um fjármál sveitarfélaga, lögmælt og ólögmælt verkefni sveitarfélaga, lýðræði í sveitarfélögum og samskipti sveitarfélaga við ríkisvaldið. Einnig er lítillega fjallað um stöðu íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samhengi.

Í skýrslunni er leitast við að leggja mat á núverandi stöðu sveitarstjórnarstigsins og vekja spurningar um framtíð þess. Þótt sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga sé viðurkenndur í stjórnarskránni og sveitarstjórnarlögum og Ísland hafi einnig undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að halda þann rétt í heiðri er það staðreynd að sveitarfélagaskipan, tekjustofnar og verkefni sveitarfélaga ráðast af ákvæðum laga á hverjum tíma. Alþingi ræður því miklu um það hver viðfangsefni sveitarstjórnarstigsins eru á hverjum tíma. Í ljósi þess að fram undan eru sveitarstjórnarkosningar og samstarfsverkefni ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins er að ljúka þótti rétt að leggja skýrsluna fram á Alþingi til umræðu.

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál (600 KB)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta