Hoppa yfir valmynd
17. mars 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áfangaskýrsla um aukna og bætta þjónustu við geðfatlaða

Áfangaskýrsla um aukna og bætta þjónustu við geðfatlaða liggur fyrir og var kynnt blaða- og fréttamönnum 15. mars 2006. Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynntu skýrsluna ásamt formanni starfshópsins sem tók hana saman, Dagnýju Jónsdóttur alþingismanni.

Meðal þess sem ráðherrarnir og formaður starfshópsins lögðu áherslu á við kynningu skýrslunnar var stefna félagsmálaráðuneytisins í málefnum þeirra sem búa við fötlun og Helsinki-yfirlýsinguna sem undirrituð var í janúar 2005. Þar er lögð áhersla á þjónustu utan stofnana og virkari þátttöku geðfatlaðs fólks í samfélaginu með aukin lífsgæði að markmiði.

Skjal fyrir Acrobat ReaderÁfangaskýrsla um aukna og bætta þjónustu við geðfatlaða (500 KB)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum