Sterkari saman
Umhverfisráðuneytið hefur í samvinnu við Landsskrifsstofu Staðardagskrár 21 gefið út bæklinginn „Sterkari saman" þar sem fjallað er um jafnrétti og sjálfbæra þróun.
Markmiðið með útgáfu bæklingsins er að vekja athygli á mikilvægi þess að bæði kynin beiti sér þegar kemur að ákvarðanatöku um sameiginlegar auðlindir.
Í bæklingnum er bent á mikilvægi þess að konur jafnt sem karlar séu virkir þátttakendur í mótun samfélagsins og bæði kynin leggi sitt af mörkum við lausn þeirra fjölmörgu viðfangsefna sem blasa á sviði sjálfbærrar þróunar.
Bæklingunum hefur verið dreift til sveitarfélaga, stofnana, bókasafna og stjórnmálaflokka.
Vefútgáfa bæklingsins „Sterkari saman".