Fræðslubæklingur til nýrra sveitarstjórna um jafnréttismál
Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa hafa sent öllum nýkjörnum sveitarstjórnum landsins fræðslubækling um jafnréttismál undir heitinu „Við viljum gera enn betur - jafnrétti varðar okkur öll“. Birtar eru tölur um stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum landsins og er jafnframt skorað á nýkjörnar sveitarstjórnir að huga að jafnrétti kynjanna við störf sín, hvort sem er við stefnumótun og ákvarðanatöku í málefnum sveitarfélaganna eða sem vinnuveitendur. Er sérstaklega vísað til þess að vonast er eftir að jafnrétti endurspeglist í skipun nefnda, ráða og stjórna sem starfandi eru innan sveitarfélaganna. Þá eru nýjar jafnréttisnefndir sveitarfélaga boðaðar til fundar í september næstkomandi til að fjalla um jafnréttisstarf á vegum sveitarfélaga á kjörtímabilinu.
Við viljum gera enn betur - jafnrétti varðar okkur öll (PDF, 1,8 MB)