Skýrsla um Ríóráðstefnuna á tölvutækt form
Skýrsla íslensku sendinefndarinnar á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem fram fór í Ríó de Janeiró árið 1992 hefur verið sett á tölvutækt form. Héðan í frá verður hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.
Ráðstefnan markaði söguleg tímamót í alþjóðlegri samvinnu um umhverfis- og þróunarmál með samþykkt Ríóyfirlýsingarinnar og samþykkt Dagskrár 21. Með Ríóyfirlýsingunni samþykktu 181 ríki 27 meginreglur sem þeim ber að hafa í heiðri í umhverfis- og þróunarmálum, þ.á.m. grundvallarákvæði um tilkynningaskyldu nágrannaríkja um umhverfisslys, fjárhagslega ábyrgð mengunarvalds og varrúðarregluna.
Skýrsla íslensku sendinefndarinnar.