Gjaldtaka í þágu hagsmunasamtaka og stjórnarskráin
Starfshópur ráðuneytanna hefur skilað skýrslu um lögbundna gjaldtöku í þágu hagsmunasamtaka og félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Var starfshópnum komið á fót í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis þar sem fram kom að verulegur vafi léki á því hvort tilhögun 6. og 8. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sem tryggir Landssambandi smábátaeigenda rekstrarfé, uppfyllti kröfur 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Í skýrslunni er fjallað um hvaða úrbætur þurfi hugsanlega að gera á löggjöf í kjölfar álits umboðsmanns varðandi greiðslumiðlun í sjávarútvegi, búnaðargjald og tryggingagjald.
Skýrsla starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins
Reykjavík 12. desember 2006