Skýrsla forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru:
- Ísland er í hópi þeirra OECD-ríkja þar sem fátækt barna mælist hvað minnst. Þannig teljast 6,6% íslenskra barna hafa búið við fátækt á árinu 2004. Ef tekið er tillit til námslána frá LÍN lækkar hlutfallið í 6,3%. Meðlagsgreiðslur til einstæðra foreldra lækka þetta hlutfall enn frekar en ekki liggja fyrir fullnægjandi tölulegar upplýsingar um þessar fjárhæðir.
- Samkvæmt aðferðafræði OECD miðast fátæktarmörkin við ráðstöfunartekjur heimilanna. Vegna mikillar hækkunar tekna undanfarin ár hafa fátæktarmörkin hækkað um nálægt 50% að raunvirði milli áranna 1994 og 2004.
- Veigamestu skýringarþættir mældrar fátæktar barna eru aldur foreldra, hjúskaparstaða og tímabundnar aðstæður. Þannig mælist hlutfallslega mest fátækt hjá einstæðum foreldrum innan við tvítugt. Fátæktin varir hins vegar um stuttan tíma hjá flestum en sértök athugun leiddi í ljós að3/4þeirra fjölskyldna sem töldust fátækar árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004.
- Skatta- og bótakerfið hefur þau áhrif að fjöldi fátækra barna lækkar um helming. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, sem er ætlað að koma til móts við tímabundna erfiðleika, gegnir einnig mikilvægu hlutverki.
- Þær breytingar, sem ákveðnar voru á skattalögum á árinu 2004 og koma til framkvæmda allt til ársins 2007, styrkja stöðu barnafólks sérstaklega. Sama gildir um þær breytingar sem nú eru til umræðu á Alþingi og varða greiðslur barnabóta vegna 16 og 17 ára barna, hækkun skattleysismarka o.fl.
- Í langflestum tilvikum er fjárhagsaðstoð sveitarfélaga veitt skemur en í þrjá mánuði á ári til hvers umsækjanda. Vísbendingar eru um að helmingur þeirra heimila sem aðstoðarinnar njóta fái stuðning í meira en eitt ár.
Skýrsla forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra (PDF - 538 Kb)