Fréttabréf 2007:1
Í Fréttabréfi félagsmálaráðuneytisins segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra að honum virðist óhjákvæmilegt að herða jafnréttislögin. Vakin er athygli á að frumvarp nefndar sem endurskoðaði lögin sé komið í opið umsagnarferli á heimasíðu ráðuneytisins.
Af öðru efni í fréttabréfinu má til dæmis nefna greinar um viðamikla ráðstefnu um félagslega þjónustu, ráðstefnu um tengsl innflytjenda- og byggðamála, rannsókn á umræðu í fjölmiðlum um innflytjendur á árinu 2006 og tölulegar upplýsingar sem sýna að upp undir 300 ný störf á vegum félagsmálaráðuneytisins og stofnana þess hafi orðið til utan Reykjavíkur eða verið flutt þaðan frá árinu 1995.
Fréttabréf félagsmálaráðuneytisins 2007:1 (PDF, 2 MB)