Fréttabréf 2007:2
Í Fréttabréfi félagsmálaráðuneytisins segir frá því að Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra setji ?Evrópuár jafnra tækifæra fyrir alla 2007? hér á landi á ráðstefnu í Iðnó miðvikudaginn 25. apríl.
Enn fremur er sagt frá því að sífellt fleiri fyrirtæki lýsi áhuga á að fá jafnlaunavottun. Markmiðið er að fá fyrirtæki og stofnanir til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna.
Af öðru efni í fréttabréfinu má til dæmis nefna greinar um niðurstöður starfshóps um frístundahúsamálefni, vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar um börn og heilbrigði, umsögn félagsmálaráðuneytisins um grænbók Evrópusambandsins um vinnulöggjöf, ráðgjöf vegna blindra og sjónskertra nemenda og margt fleira.
Fréttabréf félagsmálaráðuneytisins 2007:2 (PDF, 400 KB)