Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið hafa gefið út Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.
Í gæðastefnunni er lögð áhersla á mikilvægi gæðamenningar sem m.a endurspeglast í auknu samstarfi við sjúklinga og aðstandendur, beitingu nýjustu þekkingar og stöðugs náms. Skilgreiningar á hlutverki og verkaskiptingu stofnana, gæðakröfur, gæðamælikvarðar, klínískar leiðbeiningar og rafræn skráning eru allt atriði sem lögð er áhersla á auk fjölmargra annarra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar.