Velferð til framtíðar - sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2006-2009.
Ritið er fyrsta endurskoðun á stefnumörkun stjórnvalda frá 2002, sem ber heitið ,,Velferð til framtíðar". Þar var settur fram rammi um stefnumörkun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi fram til 2020 en jafnframt tekið fram að ætlunin væri að uppfæra stefnumörkunina reglulega á því tímabili og endurskoða áherslur. Hér má finna áherslur stjórnvalda á næstum árum, 2006-2009, varðandi 17 markmið á sviði umhverfisverndar og auðlindanýtingar sem stefnumörkunin byggir á.
Velferð til framtíðar - áherslur 2006-2009 (pdf).