Skýrsla um störf kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum á Íslandi
Nefnd um störf kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi var skipuð í mars 2005 af sjávarútvegsráðherra. Í skipunarbréfi til nefndarinnar segir: Hlutverk nefndarinnar er að kanna við hvers konar störf konur eru í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum á Íslandi en konur hafa ekki verið áberandi í forystu í greininni. Kanna skal hvað veldur því og hvernig laða megi þær til þátttöku. Nefndina skipuðu Erla B. Guðrúnardóttir sem var formaður, Anna Karlsdóttir, Arnheiður Eyþórsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Hjörtur Gíslason og Sólveig Samúelsdóttir.
Ekki náðist samkomulag í nefndinni um tillögur en fyrir liggur skýrsla með greinargóðum upplýsingum um störf kvenna í sjávarútvegi, s.s. hlutfall og aldursskiptingu, stjórnarsetu, yfirvinnu, ráðningar, stjórnunarstörf, menntun, samanburði við önnur lönd, og yfirlit yfir jafnréttislöggjöf á Norðurlöndum. Einnig fylgir ítarleg heimildaskrá.
Skýrsla um störf kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum á Íslandi (389 KB)