Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu
Út er komin Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem vísað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna o.fl. Skýrslan er unnin fyrir forsætisráðuneytið af Þórhildi Líndal, lögfræðingi og fv. umboðsmanni barna.
Í skýrslunni er m.a. fjallað ítarlega um meginreglur Barnasáttmálans og túlkun þeirra. Þá er gerð grein fyrir öllum dómum Mannréttindadómsstóls Evrópu frá upphafi, alls um 40 dómum á umliðnum 15 árum, þar sem vísað er til Barnasáttmálans. Loks er gerð grein fyrir dómum Hæstaréttar undanfarin 10 ár þar sem vísað er til Barnasáttmálans í dómsforsendum.
Hér er hægt að nálgast skýrsluna á pdf-formi:
Reykjavík 22. nóvember 2007