Skýrsla um ávinning og aðgerðir stjórnvalda til að lækka kostnað við hitun íbúðarhúsnæðis.
Skýrslan er niðurstaða nefndar sem iðnaðarráðherra fól að fara yfir og meta ávinning af aðgerðum stjórnvalda til að lækka kostnað við hitun íbúðarhúsnæðis. Var nefndinni sérstaklega falið að fara yfir framkvæmd er lýtur að niðurgreiðslu rafmagns og olíu til húshitunar, greiðslu styrkja til stofnunar nýrra hitaveitna og átaks til jarðhitaleitar.