Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007? - Niðurstöður
Rafræn þjónusta opinberra aðila hefur aukist frá árinu 2005. Nú bjóða 19% stofnana upp á fullkomlega rafræna afgreiðslu erinda en fyrir tveimur árum buðu 3% upp á slíka þjónustu.
Rafræn þjónusta opinberra aðila hefur aukist frá árinu 2005. Nú bjóða 19% stofnana upp á fullkomlega rafræna afgreiðslu erinda en fyrir tveimur árum buðu 3% upp á slíka þjónustu.
Þetta er ein af niðurstöðunum úr könnun sem forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa látið gera á vefjum ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið Sjá ehf sá um framkvæmd könnunarinnar. Vefirnir voru metnir meðal annars með tilliti til þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Einnig voru skoðaðir möguleikar almennings til að fylgjast með og tjá sig um málefni stofnananna.
Skoðaðir voru 262 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga, að meðtöldum sérstökum þjónustuvefjum sem nokkrar stofnanir hafa komið sér upp. Sams konar úttekt var gerð 2005 og er því hægt að meta þær framfarir sem orðið hafa á þessum tveimur árum.
Markmiðið með könnuninni var að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði á vefjum ríkis og sveitarfélaga en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.
Niðurstöður könnunarinnar er að finna á http://www.ut.is/konnun2007.
Nánari upplýsingar veitir Halla Björg Baldursdóttir verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti. Netfang: halla.bjorg.baldursdottir hja for.stjr.is. Sími 545-8470.
Helstu niðurstöður úr skýrslunni:
Reykjavík 13. desember