Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa
Komin er út á vegum forsætisráðuneytisins, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og skrifstofu Alþings handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa. Fjallað er um vinnulag í ráðuneytum og hvernig rétt sé að standa að samráði og mati á áhrifum af samþykkt frumvarps. Þá er leiðbeint um uppsetningu frumvarpa, málfar og íslenska lagahefð. Handbókin er ætluð starfsfólki Stjórnarráðs Íslands og Alþingis, þingmönnum og aðstoðarfólki þeirra sem og öllum öðrum sem hafa áhuga á vandaðri lagasetningu.
Útgáfa handbókarinnar er þáttur í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um Einfaldara Ísland.
Handbók_um_undirbúning_og frágang_lagafrumvarpa (PDF-skjal)