Skref fyrir skref
Umhverfisráðuneytið og Landvernd hafa endurútgefið fræðsluritið Skref fyrir skref. Ritinu er ætlað að hvetja fólk til dáða í umhverfismálum og auðvelda því að tileinka sér umhverfisvænni lífshætti.
Ritið var gefið út á liðnu ári í 5.000 eintökum og hefur notið mikilla vinsælda. Þess vegna var ráðist í að endurútgefa það nú á Degi umhverfisins, 25. apríl.
Þeir sem vilja nálgast eintök af ritinu geta haft samband við umhverfisráðuneytið eða Landvernd.
Skref fyrir skref (pdf-skjal).