Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2008 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um innlenda orku í stað innflutts eldsneytis

Skýrslan, sem er unnin af starfsmönnum iðnaðarráðuneytis og Orkustofnunar, gefur yfirlit yfir markmið og leiðir að því að draga úr notkun innflutts jarðefnaeldsneytis með eldsneytissparnaði og nýtingu á innlendum orkugjöfum. Meginmarkmiðin eru þau að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og um leið áhrifum síhækkandi olíuverðs á þjóðarbúskapinn. Talið er verulega megi spara í eldneytisnotkun bifreiða bæði með nýjum og bættum gerðum bíla en ekki síður með breyttri hegðan neytenda. Sparnaðarmöguleikar eru einnig taldir miklir í skipaútgerð og flugsamgöngum. Lífrænt eldsneyti má innleiða í einhverjum mæli, einkum með íblöndun, en meginleið Íslendinga hlýtur að vera sú að nýta rafmagn í samgöngum. Mest orkunýtni fæst með beinni notkun rafmagns en hún er mun síðri ef vetni eða aðrir orkuberar eru notaðir sem milliliðir. Talið er að þess sé skammt að bíða að tengiltvinnbílar komi á almennan markað en með þeim er unnt að nota rafmagn beint sem aðalorkugjafa en eldsneyti til stoðar.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta