Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum
Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum sem samþykkt var samhljóða á Alþingi í lok vorþings hefur verið birt. Þar eru talin helstu verkefni sem unnið skal að til að tryggja aðstoð þeim börnum sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu.
Í þingsályktuninni er gerð grein fyrir þeim markmiðum sem félags- og tryggingamálaráðuneytið og Barnaverndarstofa skuli hafa að leiðarljósi við vinnu að barnaverndarmálum og hvaða verkefnum skuli unnið að. Áætlunin gildir til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010.
Ályktun Alþingis byggir á framkvæmdaáætlun ríkistjórnarinnar í barnaverndarmálum sem birt var sem athugasemdir við þingsályktunartillöguna þegar hún var lögð fyrir Alþingi af hálfu félags- og tryggingamálaráðherra. Í framkvæmdaáætluninni er gerð grein fyrir því hvernig ríkisstjórnin hyggst vinna að framgangi þeirra verkefna sem Alþingi hefur ályktað um.
Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010