Skýrsla um umhverfismál lögð fyrir Alþingi
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um umhverfismál. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skýrsla er lögð fram og með henni vill umhverfisráðherra upplýsa Alþingi um það starf sem unnið er í umhverfisráðuneytinu og efla umræðu um stöðu mála og stefnumótun í málaflokknum.
Í skýrslunni er farið í stuttu máli yfir sögu málaflokksins í stjórnsýslunni og stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum en meginefni skýrslunnar er umfjöllun um nokkur mál sem eru ofarlega á baugi í starfi umhverfisráðuneytisins.
Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um umhverfismál (pdf-skjal).