Hoppa yfir valmynd
24. september 2008 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um almenningssamgöngur

Komin er út skýrsla starfshóps um að efla almenningssamgöngur. Meðal tillagna hópsins er að felldar verði niður allar álögur á greinina þannig að ríkið hafi ekki tekjur af þessari starfsemi og að forgangsröðun í samgönguáætlun verði endurskoðuð.
Skýrsla um almenningssamgöngur á Ísland - forsíða skýrslu
Skýrsla um almenningssamgöngur á Ísland - forsíða skýrslu

Fulltrúi fjármálaráðuneytisins í starfshópnum skilaði séráliti og kvaðst ekki geta tekið undir hugmyndir um að felldar verði niður álögur á almenningssamgöngur. Telur hann slíkt fordæmisgefandi gagnvart öðrum atvinnugreinum og til þess fallið að raska samkeppni.

Í skýrslunni segir meðal annars að þörf sé mikillar hugarfarsbreytingar: ,,Að mati nefndarinnar er þörf mikillar hugarfarsbreytingar eigi að nást verulegur árangur á þessu sviði. Einkabíllinn er svo ríkur þáttur í lífi og störfum okkar að mikið þarf til að breyting verði á. Notkun einkabílsins, sem ekki er sjálfbær í dag, hefur hins vegar í för með sér neikvæð umhverfisáhrif; olía og bensín eru ekki óþrjótandi og rekstur hans verður sífellt dýrari. Því mæla mörg sterk rök með því að hlutur almenningssamgangna vaxi hér á landi og stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að horfast í augu við það. Ekki er óraunhæft að miða við þegar til lengri framtíðar er litið að hlutur þessarar samgöngugreinar geti farið að nálgast það sama og er hjá nágrannaþjóðum okkar í dag!!! Til þess að svo geti orðið þarf auðvitað verulegt átak til langs tíma.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta