Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2009 Matvælaráðuneytið

Þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á Drekasvæðinu, staðarval og aðstöðusköpun.

Skýrsla um staðarval fyrir þjónustu aðstöðu í landi á Þórshöfn og Vopnafirði eða þar á milli fyrir olíu og gasleitarfyrirtæki sem hyggjast leita að olíu á Drekasvæðinu er nú komin út. Markmið með gerð skýrslunnar var að kanna möguleika og hagvæmni þess að á Norðausturlandi, nánar tiltekið í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi verði reist þjónustumiðstöð fyrir olíuleit, tengdar rannsóknir og síðar mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Fyrsta útboð á sérleyfum til rannsóknar- og vinnslu kolvetna verður, í samræmi við 8. gr. laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, opnað fimmtudaginn 22. janúar nk. með auglýsingu í Lögbirtingablaði og Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Eins og fram kemur á vef Orkustofnunar er ástæða þess að auglýsing um opnun útboðs mun birtast þann 22. janúar nk., en ekki 15. janúar eins og fyrirhugað hafði verið sú að tafir hafa orðið á þýðingu auglýsingarinnar fyrir Stjórnartíðindi Evrópusambandsins yfir á opinber tungumál aðildarríkja sambandsins.

Skýrsla um Drekasvæði Staðarval og aðstöðusköpun (pdf)

Viðauki A Skipulagsuppdrættir

Viðauki B Ferðaskýrsla til Coast Center Base AS, Ågotnes. 10.06.08.

Viðauki C Uppdrættir með tillögum að útfærslu hafna og aðstöðu í landi.

Viðauki D Konrakúrvur

Viðauki E Skýrsla Siglingastofnunar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta