Sjúkraflutningar á Íslandi
Í kjölfar umræðu sumarið 2007 um skipulag sjúkraflutninga, menntunarmál og mönnun sjúkraflutninga á landsbyggðinni ákvað heilbrigðisráðherra að skipa nefnd til að fjalla um þessi mál. Með skipunarbréfi 11. september 2007 var nefndinni falið að taka saman og koma með tillögur um skipulag sjúkraflutninga. Nefndinni var falið að skoða sérstaklega þá þætti sem snúa að mönnun og rekstri sjúkraflutninga á landinu öllu. Einnig að koma með álitsgerð og tillögur um menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna.