Kennsluefni um ábyrga og jákvæða netnotkun
Jafnframt má minna á málþing á vegum SAFT í samstarfi við Símann, Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið, Lýðheilsustöð og Heimili og skóla um rafrænt einelti. Málþingið verður haldið á morgun, 10. febrúar, í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15.
DVD diskurinn inniheldur fjögur myndbönd um örugga og jákvæða netnotkun auk fimm stuttra leikþátta sem nemendur í Háteigsskóla sömdu og fluttu í Borgarleikhúsinu á síðasta ár. Auk þessa inniheldur diskurinn ellefu námseininga til notkunar í lífsleikni- og/eða upplýsingatæknikennslu fyrir 9-16 ára börn og unglinga. Viðfangsefni námseininganna er m.a. hvernig við notum netið, tölvupóst, spjallrásir, farsíma, um einelti á netinu, nettælingu, siðferði á netinu, höfundarétt, blogg og gagnrýnin netnotkun.
Námsefnið verður einnig aðgengilegt til niðurhals á heimasíðu SAFT (www.saft.is) og hægt er að óska eftir eintaki af DVD með því að senda póst á [email protected].