Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2009 Forsætisráðuneytið

Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins birtir fyrstu skýrslu sína

Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins birti fyrstu skýrslu sína á fundi með blaðamönnum sem haldin var 11. febrúar í Þjóðmenningarhúsinu. Mats Josefsson, sænskur bankasérfræðingur sem leiðir nefndina, kynnti vinnu hennar, áherslur og þau verkefni sem fram undan eru. Jafnframt var lögð fram starfsáætlun nefndarinnar og grein gerð fyrir þeim þáttum sem hún vinnur að.

Josefsson var ráðinn til að aðstoða ríkisstjórnina við að takast á við vanda bankakerfisins og hefur nú verið skipaður formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Nefndin ber ábyrgð á þróun heildarstefnu um endurbyggingu bankakerfisins, framkvæmd hennar og samræmingu. Í nefndinni sitja fulltrúar allra viðeigandi aðila sem koma að meðferð bankamála.

Fjallað er um þau grundvallaratriði, sem ríkisstjórnin þarf að takast á við, í starfsáætlun nefndarinnar (á ensku: „Strategy Note“), sem nefndarmenn hafa samþykkt og ríksstjórnin staðfest. Í áætluninni kemur fram að þau vandamál sem upp komu í kjölfar bankakreppunnar í upphafi október 2008 hafi haft áhrif á allar greinar efnahagslífsins og að þau muni áfram hafa áhrif á efnahagslífið. Varðandi sérstök atriði var eftirfarandi lagt til.

Starfandi bankar verði endurreistir af ríkisstjórninni, bæði rekstrarlega og fjárhagslega.

  • Komið verði á fót Eignasýslufélag, ESF, (á ensku: Asset Management Company - AMC) sem muni hafa það hlutverk, annars vegar, að styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi og, hins vegar, að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef félög fara í þrot.
  • Ríkisstjórnin taki við hlutverki eigenda bankanna og láti bankana vita að viðskipti eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti og áður. 
  • Stjórnendur banka geri sér grein fyrir því nýja umhverfi sem þeir starfa í og leggi sitt að mörkum og styðji ríkisstjórnina við að koma stefnumálum hennar, varðandi endurreisn efnahagslífsins í framkvæmd.
  • Endurbættur verði laga- og framkvæmdarammi varðandi uppgjör gömlu bankanna.
  • Skipting verðmæta, sem fást við sölu eigna gömlu bankanna, á milli kröfuhafa verði sanngjörn, réttlát og gagnsæ.
  • Íhugað verði að setja upp sjálfstætt eignarhaldafélag sem fari með hlutabréf ríkisins í bönkum og fjármálastofnunum.
  • Mótuð verði afstaða til framtíðareignarhalds á fjármálastofnunum, m.a. hugsanlega sölu hlutabréfa. 
  • Settar verði reglur og eftirlitsrammi í samræmi við það sem gerist best alþjóðlega.

 

Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins - Starfsáætlun Nr. 1  (PDF-skjal, 14 síður)

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta