Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2009 Innviðaráðuneytið

Verkefnastofn um flugöryggi - flugöryggisáætlun 2009-2012

Samgönguráðuneytið hefur á síðustu mánuðum staðið að undirbúningi sérstakrar áætlunar um flugöryggismál. Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði stýrihóp til að móta tillögur að verkefnum sem ætlað er að benda á með hvaða hætti unnt er að treysta og auka öryggi í flugsamgöngum, móta slík verkefni og stuðla að framgangi þeirra.


Stýrihópurinn skilaði af sér tillögum að verkefnastofni um flugöryggi í janúar 2009. Verkefnastofn er röð afmarkaðra innbyrðis tengdra verkefna, sett fram með heildstæðum hætti, með það sameiginlega markmið að auka öryggi í flugsamgöngum. Ráðgert er að verkefnastofninn, eða valdar tillögur, nýtist við gerð samgönguáætlunar eins og öryggisáætlanir vegna umferðar og siglinga. Um er að ræða alls sextíu og sjö verkefni sem stýrihópurinn lagði fram í fimm hlutum:

  1. Viðvarandi innleiðing alþjóðlegra staðla, krafna og löggjafar EB á sviði flugmála.
  2. Viðvarandi innleiðing bestu starfshátta ("best practices")
  3. Viðvarandi eftirlit með öryggi
  4. Virk rannsókn atvika og slysa
  5. Efling flugöryggis - sérstök rannsóknarverkefni og miðlun upplýsinga um flugöryggismál.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta